Laxar fiskeldi framleiðir lax allt frá klaki til slátrunar.  Fyrirtækið rekur tvær seiðaeldisstöðvar að Bakka og Fiskalóni í Ölfusi auk þess sem landstöð er starfrækt í Þorlákshöfn. Auk þess eru Laxar fiskeldi með sjókvíaeldi í Reyðarfirði þar sem fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða allt að 6000 tonnum af laxi í sjókvíum á þremur stöðum en fyrirhuguð framleiðsla félagsins á Austfjörðum til lengri tíma litið mun nema um 25.000 tonnum.  Grundvallarhugsunin á bak við Laxa fiskeldi ehf er sú að setja á fót eldisfyrirtæki þar sem þekking er í fyrirrúmi en jafnframt fjárhagslegur styrkur til að takast á við erfiðleika.