Laxar fiskeldi ehf. er fiskeldisfyrirtæki sem framleiðir hágæða lax inná kröfuhörðustu markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið starfrækir 3 seiðaeldisstöðvar í Ölfusi og sjókvíaeldi félagsins er í Reyðarfirði.  Fyrirtækið framleiðir um 6.000 tonn af laxi á ári en fyrirhugað er að framleiða a.m.k. 9.000 tonn árið 2020. Öll vinnsla og pökkun afurða fer fram hjá Búlandstindi á Djúpavogi þar sem starfa um 60 manns. Búlandstindur er að hluta í eigu Laxa Fiskeldis.

Á undanförnum árum hefur félagið fjárfest fyrir um 7 – 8 milljarða í uppbyggingu félagsins í Ölfusi og í Fjarðabyggð.

Laxar Fiskeldi leggja áherslu á samfélega ábyrgð og starfsemi félagsins uppfylli öll skilyrði umhverfissjónarmiða.  Markmið Laxa fiskeldis er að bjóða upp á hágæða vöru framleidda með þekkingu og sjálfbærni að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að starfsemin sé sjálfbær og að umhverfis- og öryggismál séu í forgangi að öllu tilliti. Við framleiðsluna er notast við vottaðan búnað sem er með þeim besti í heiminum s.s. sjókvíar, fóðurstöðvar o.fl. Laxeldisfóður fyrirtækisins er sjálfbærnivottað frá Skretting sem er hágæðafóður og tryggir að laxinn vex og dafnar í hágæða og næringarríka vöru sem framleidd er í virðingu og sátt við umhverfið. Fyrirtækið notast eingöngu hráefni af fyrsta flokks gæðum og notast ekki við nein sýklalyf né erfðabreytt hráefni.

Hjá Löxum er reynsluríkt og vel þjálfað starfsfólk sem starfar í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins og allt starfsfólk, verktakar og gestir þurfa að fara eftir þeim öryggisreglum sem Laxa setur. Um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu að frátöldum starfmönnum hjá sláturstöðvarinnar hjá Búlandstindi.

Öflugt eftirlit er með allri starfsemi fyrirtækisins sem starfrækir öflugt innra eftirlit þar sem fylgst er með öllum verkferlum og séð til þess að þeir standist ítrustu kröfur um hreinlæti, gæði, umhverfisvernd, fagmennsku og ábyrgð.  Við erum stolt af því að starfa við atvinnugrein sem eykur enn frekar sjálfbæra byggðafestu, leggur sitt af mörkum til gjaldeyrissköpunar og framleiðir hágæða matvæli með lægsta kolefnisspori sem til er.