STARFSEMIN REYÐARFIRÐI

Fyrsta stöðin að Gripalda var tekin í notkun vorið 2017.  Sigmundarhús verður tekin í notkun árið 2018 og Bjarg árið 2019.  Á hverri stöð vinna sjö manns.

Við sjókvíaeldi Laxa í Reyðarfirði er lögð áhersla á að nota besta fáanlegan búnað á heimsvísu við starfsemina, auk þess sem starfsmenn fá þjálfun í að takast á við hinar ýmsu áskoranir sem fylgja starfseminni.

Þá er í starfseminni lögð áhersla á sjálfbærni, umhverfis- og öryggismál en fyrirtækið notar sjálfbærnivottað fóður frá Skretting, umhverfisstefna fyrirtækisins er höfð að leiðarljósi við starfsemina og allt starfsfólk, verktakar og gestir þurfa að fara eftir þeim öryggisreglum sem sjókvíaeldi Laxa setur.

Með ofangreint sem kjarnann í starfsemi sjókvíaeldisins framleiðir Laxar fiskeldi hágæða afurð í þeim kalda og hreina sjó sem umkringir Ísland.