Tjón vegna veðurs
Töluvert af sjó komst í fóðurprammann Muninn við Gripalda í Reyðarfirði í vonskuverði í gærkvöldi. Enginn var um borð þegar atvikið átti sér stað. Eldisfiski og kvíum stafar ekki hætta af þessu. Þegar líða tók á nóttina sökk pramminn og liggur nú á um 40 metra dýpi. Ekki er talin hætta á að hann reki frá slysstað þar sem hann er kyrfilega festur við botninn með akkerum.
Fyrir utan tækjabúnað um borð í prammanum er þar einnig töluvert af fóðri. Engin svartolía er um borð en um 10 þúsund lítrar af díselolíu. Varðskipið Þór kom strax á vettvang í gærkvöldi og unnið er að björgunar- og mengunarvarnaraðgerðum. Ástæður atviksins eru ekki kunnar, en búið er að tilkynna það til hlutaðeigandi eftirlitsaðila og Fjarðabyggðahafna. Vinna við að meta aðstæður og koma prammanum á flot er hafin.
- Skrifað .