Annasamir dagar

bjorgun

Dagarnir hafa verið annasamir hjá starfsfólki Laxa að undanförnu við að tryggja eðlilega starfsemi eftir að Muninn, fóðurprammi Laxa, sökk í síðustu viku í vonskuveðri sem gekk yfir Austfirði.

Öryggis- og umhverfismál eru í fyrirrúmi hjá okkur og strax í kjölfar atburðarins var farið að tryggja kvíarnar og koma í veg fyrir olíumengun. Allt hefur þetta gengið upp og er fóðurgjöf hafin að nýju við Gripalda.

Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa segir starfsfólk hafa staðið sig frábærlega við að koma starfseminni í eðlilegt horf. „Ég er ótrúlega stoltur af hópnum okkar. Við höfum fengið ómetanlega hjálp frá þjónustuaðilum okkar hér á svæðinu eins og K-Tech, Rafeyri og Egersund og vinir okkar í Måsoval hafa heldur betur lagt hönd á plóginn og nú erum við að fá nýjan pramma á Gripalda frá þeim. Áætluð koma í Reyðarfjörð er 21.janúar. Svona ganga hlutirnir upp þegar að hópurinn er samhentur og allir leggjast á árarnar saman.“

  • Skrifað .
Skrifstofa
  • Hlíðasmára 4

  • 201 Kópavogur

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofa Eskifirði
  • Strandgötu 18

  • 735 Eskifjörður

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráning


© 2020 LAXAR.  -  ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN


To Top