Rafvirki - laus staða

A1C1A2699Laxar Fiskeldi ehf óska eftir að ráða til sín rafvirkja til starfa sem hluta af tækniteymi Laxa Fiskeldis í sjókvíaeldi fyrirtækisins í Reyðarfirði.

Ábyrgðarsvið og helstu verkefni:

 • Umsjón með fyrirbyggjandi viðhaldi og viðgerðum á rafkerfum fóðurpramma, báta og annars búnaðar á vegum fyrirtækisins.
 • Samskipti við birgja og þjónustuaðila tengda rafbúnaði fyrirtækisins.
 • Umsjón með framkvæmd viðhalds og endurbóta.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sveinsbréf í rafvirkjun / rafeindavirkjun / rafvélavirkjun.
 • Reynsla og þekking á skipa-/bátarafmagni er æskileg.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.
 • Lipurð í samskiptum og vilji til að vinna með öðrum.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2021. Umsóknir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ásamt ítarlegri starfsferilskrá og kynningarbréfi, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Þór Gunnarsson tæknistjóri Laxa Fiskeldis í gegnum tölvupóst This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Laxar eignarhaldsfélag ehf. er fiskeldisfyrirtæki sem framleiðir hágæða lax inná kröfuhörðustu markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Fyrirtækið starfrækir þrjár seiðaeldisstöðvar í Ölfus. Sjókvíaeldi félagsins er í Reyðarfirði þar sem fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða allt að 16.000 tonn af laxi.

Skrifstofa
 • Hlíðasmára 4

 • 201 Kópavogur

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skrifstofa Eskifirði
 • Strandgötu 18

 • 735 Eskifjörður

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skráning


© 2020 LAXAR.  -  ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN


To Top